Lýsing
Paleo mataræðið eða hellisbúa mataræðið á betri íslensku er byggt á matarræði forfeðar okkar sem voru veiðimenn og safnarar.
Áður en landbúnaðurinn var fundinn upp fyrir um 10.000 árum, þá nærðist maðurinn mestmegnis á ávöxtum, grænmeti, hreinu kjöti og fiskmeti.
Eftir tilkomu landbúnaðar fór maðurinn að innleiða meira af unnu korni, mjólkurvörum, sykri og meira af unninni fæðu.
Kenningin um Paleo mataræðið er að mestuleyti unnin út frá því að þrátt fyrir að fæða mannsins hafi breyst mikið í gegnum tíðina þá séum samt 99% gena mannkynsins þau sömu og forfeðra okkar.
Sem þýðir þar af leiðandi að meirihluti gena okkar séu gen forfeðar okkar og séum við því stillt inn á það að borða það sama og borðað var fyrir 10.000 árum.
Það eru ekki nema 10.000 ár síðan maðurinn fór að setjast að á einum stað og fór að rækta korn til eigin neyslu.
Paleo mataræðið stendur semsagt fyrir það að við færum okkur aftur í tímann og nærum okkur á heilli, alvöru fæðu og sneiðum hjá unnum matvælum, sykri, korni, mjólkurvörum, baunum, jarðhnetum, alkahóli og hertum grænmetisolíum.