Sigraðu sjálfan þig
Gerðu heilbrigðan lífstíl að þínum lífstíl.
Fjarþjálfun
Við
Fróðleikur
Nýjustu greinarnar
Hafðu samband
Meðmæli
Ásgerður mætti í 10 vikur haustið 2016.
Kom, sá, stóð sig og sigraði 🙂
Fyrir 11 vikum lét ég draga mig á námskeið 10 vikur. Ég var nú ekki alveg á því að fara, ég væri aldrei að fara að fylgja svona og allskonar efasemdir. EN þetta námskeið breytti mínum lífstíl til frambúðar og borða ég allt öðruvísi í dag og sykurlönguninn sem var endalaus er MUN minni og ég borða miklu minna í einu heldur en ég gerði. Fullt af kílóum og cm fóru af í kaupæti og langt siðan mer hefur liði jafn vel með sjálfa mig 🙂 og ekki skemmir að fá verðlaun fyrir árangurinn ! 😛 Ég mæli með þessu fyrir alla sem þurfa aðstoð bara við að koma sér í gang með að breyta lífstíl til frambúðar – við erum nú það sem við látum ofan í okkur 😉
Takk fyrir mig Sif og Guðjón Ingi 🙂
Ásgerður
Kiddý kom til okkar haustið 2016 í 10 vikur.
Ofurkona með ofur markmið 🙂
10 vikur í aga. Ákkúrat það sem ég þurfti til að koma mér af stað aftur. Var komin úr rútínu með æfingar og mataræðið og datt hressilega í það með sykurpúkanum í sumarfríinu.
Strax eftir fyrstu vikuna fann ég mun. Húðin betri, léttir í maga og mun meiri orka. Er búin að taka sykurleysi miklu lengra en ég hef nokkurn tímann gert áður og það er ekkert mál. Ekki bara kjúklingur og broccoli heldur fjölbreytt og frábært mataræði, líka gotterí sem kemur í staðinn fyrir nammið. Sérsniðin æfingarprógrömm, gott aðhald og fjölbreytt og góð fræðsla.
Get svo sannarlega mælt með þess
Kiddý
Fanney koma í 10 vikur til okkar haustið 2016 ásamt móðir sinni.
Stóðu sig ótrúlega vel og tóku heilsuna upp á næsta level.
Sif og Guðjón eru virkilega fagmannleg og veita persónulega ráðgjöf, ásamt því að láta mann finna að þeim er virkilega annt um heilsu skjólstæðinga sinna. Engar öfgar í mataræði, engin fjöldaframleidd æfingaprógröm sem henta fæstum þegar upp er staðið. Virkilega fróðlegir fyrirlestrar, mikið af flottu efni bókinni og í heildina á litið mjög mikið af haldbærum upplýsingum sem auðvelt er að nýta sér til þess að bæta heilsu sína og líðan, fyrir mjög sanngjarnt verð.
Er virkilega ánægð með þær breytingar sem ég hef upplifað á námskeiðinu, værari svefn, betri melting, meiri úthald og orka, fallegri húð, mun minni verkir og bólgur í baki og hnjám, bætt sjálfsmynd (flottari línur skemma ekki fyrir).. og svo mætti lengi telja. Innilegustu þakkir fyrir!
Fanney